Ársskýrsla velferðarsviðs
2021
Reykjavík – fyrir okkur öll

Fjöldi notenda sem fékk þjónustu frá velferðarsviði árið 2021
Fjöldi starfsfólks velferðarsviðs að meðaltali í mánuði árið 2021
Heildarrekstrargjöld velferðarsviðs í milljónum króna árið 2021

Tímamótaár að baki – ávarp sviðsstjóra velferðarsviðs
Í framtíðinni verður litið til ársins 2021 sem tímamótaárs í velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þá samþykktum við fyrstu velferðarstefnu borgarinnar. Stefnan, sem gildir fram til ársins 2030, er samvinnuverkefni fjölmargra hagsmunaaðila. Notendur velferðarþjónustunnar lögðu fram mikilvægt hráefni til velferðarstefnunnar, enda eru þeir helstu sérfræðingar sinna málaflokka, en einnig lagði starfsfólk velferðarsviðs, kjörnir fulltrúa, samstarfsaðilar og íbúar Reykjavíkur svo sannarlega sitt af mörkum. Við fórum ólíkar leiðir til að ná til fólks, því við vildum heyra raddir sem flestra svo endanleg stefna næði til allra. Vel tókst til og ég er afar stolt af útkomunni. Ég er sannfærð um vinnan sem liggur þarna að baki kemur til með að skila okkur bæði betri velferðarþjónustu og ánægðara starfsfólki þegar upp er staðið.

Velferðarþjónusta er mannréttindaþjónusta – ávarp formanns velferðarráðs
Við Reykvíkingar erum allskonar, með margvíslega hæfileika, drauma, þekkingu, reynslu, langanir og þarfir. Velferðarþjónusta gæti rétt eins kallast mannréttindaþjónusta því hún gengur út á að jafna tækifæri fólks og lífsskilyrði og tryggja að öll getum við tekið þátt í samfélaginu á okkar forsendum. Sumir íbúar þurfa umfangsmikla þjónustu í langan tíma, jafnvel alla ævi, meðan sum eru alveg ómeðvituð um tilvist hennar.
Gildi velferðarsviðs
Virðing
Við berum virðingu fyrir öllum þeim sem við eigum í samskiptum við. Við fögnum fjölbreytileika og komum fram við annað fólk eins og við viljum að komið sé fram við okkur.
Virkni
Við viljum að allir geti tekið virkan þátt í samfélaginu á eigin forsendum. Við veitum einstaklingsmiðaða þjónustu og vinnum að því að efla frumkvæði og sjálfstæði borgarbúa og starfsfólks.
Velferð
Við erum leiðandi í umræðu um velferðarmál og lífsgæði borgarbúa og vinnum markvisst gegn fátækt. Við styrkjum fjölskyldur og einstaklinga með fræðslu, stuðningi, eftir-fylgd og endurhæfingu þegar við á.