Annáll

Árið 2021 var viðburðaríkt á velferðarsviði og ýmis jákvæð skref tekin til að bæta þjónustu við íbúa Reykjavíkur. Heimsfaraldur Covid-19 setti vissulega svip sinn á árið líkt og árið á undan, en hápunkti var náð um sumarið, þegar fyrsta velferðarstefna Reykjavíkurborgar var samþykkt.

 • Hjúkrunarfræðingur bólusetur eldri hjón í heimahúsi

  22. janúar

  „Við höfum verið óskaplega einangruð“ 

  Nokkur hundruð af skjólstæðingum heimahjúkrunar fengu á síðustu dögum janúarmánuðar heimsókn hjúkrunarfræðings sem hafði bóluefni við Covid-19 með í för. Margir sáu þá fram á bjartari tíma eftir mikla einangrun og séu fyrir sér aukin samskipti við sína nánustu.   

  Lesa alla fréttina

 • 29. janúar

  „Ef mennskan er í fyrsta sæti verður allt auðveldara“ 

  Þrír einstaklingar sem komu til Íslands í leit að nýju lífi og hafa reynslu af því að fá þjónustu í Reykjavík tóku til máls á Velferðarkaffi – morgunfundi velferðarráðs. Á árinu 2020 veitti Teymis umsækjenda um alþjóðlega verndá velferðarsviði 433 einstaklingum þjónustu.  

 • Formaður velferðarráðs í pontu

  12. febrúar

   Velferðarráð úthlutar 35 styrkjum fyrir 102 milljónir króna

  Hagsmuna- og grasrótarsamtökum í Reykjavík voru í gær veittir 35 styrkir fyrir 102 milljónir, við úthlutun styrkja velferðarráðs. Alls bárust 68 umsóknir um styrki að upphæð rúmlega 292 milljóna. 

  Lesa alla fréttina

 • Dagur B. Eggertsson og Ásmundur Einar Daðason sitja við fundarborð

  16. febrúar

  Flóttafólki í borginni tryggð sambærileg þjónusta

  Félagsmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg gerðu með sér samning um að Reykjavíkurborg veiti öllu flóttafólki sambærilega þjónustu, óháð því hvort um sé að ræða kvótaflóttafólk eða einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd hérlendis.

  Lesa alla fréttina

 • Ráðhúsið í Reykjavík

  24. mars

  Hertar lokanir og takmarkanir vegna COVID-19

  Vegna hópsmita voru aðgerðir vegna Covid-19 hertar hratt og tóku gildi á miðnætti. Félagsstarf fyrir fullorðið fólk og matarþjónusta á félagsmiðstöðvum var takmarkað. Lögð var áhersla á að halda óskertri þjónustu við fatlað fólk og sótt um undanþágu vegna þess.

  Lesa alla fréttina

 • 9. apríl

  Mikill meirihluti eldri borgara telur heilsu sína góða

  Mikill meirihluti eldra fólks í Reykjavík telur andlega heilsu sína frekar eða mjög góða, eða um 90%. Ívið færri meta líkamlega heilsu sína frekar eða mjög góða, eða 72%. Þetta mátti lesa úr nýrri könnun sem lögð var fyrir 1800 eldri einstaklinga, 67 ára og eldri á landinu öllu.

  Lesa alla fréttina

 • Tvær eldri konur undirbúa bútasaum

  15. apríl

  Aukið líf færist í félagsstarf eftir rýmkun á samkomubanni

  Félagsstarf eldra fólks í Reykjavík færðist í eðlilegra horf. Það hafði verið skert vegna tíu manna takmarkana en var rýmkað á ný, þegar 20 manns máttu koma saman. Þá hófst matarþjónusta á ný en hún hafði einnig legið niðri.

  Lesa alla fréttina

 • 21. apríl

  Fjöldi fólks fékk fyrstu bólusetninguna við Covid-19

  Mikilvægum áfanga var náð þegar fleiri en 300 einstaklingar sem fá þjónustu velferðarsviðs fengu fyrstu bólusetninguna við Covid-19. Í hópnum var fatlað fólk sem fær víðtæka þjónustu á vegum velferðarsviðs og gekk allt vel fyrir sig.

  Lesa alla fréttina

 • Skjáskot af rafrænni umsókn um fjárhagsaðstoð á vef Reykjavíkurborgar

  23. apríl

  Rafvæðing fjárhagsaðstoðar verðlaunuð

  Rafvæðing fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar hlaut tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Indigo Design Awards. Keppnin leggur áherslu á að verðlauna framsækna og spennandi hönnun.

  Lesa alla fréttina

 • Maður stendur fyrir framan nýja íbúðakjarnann í Árbænum

  26. apríl

  Gott að búa við öryggi í eigin íbúð

  Sex einstaklingar fengu íbúð í nýjum íbúðakjarna í Árbænum. Íbúðirnar sem tilheyra kjarnanum eru í nýjum og fallegum fjölbýlishúsum sem Félagabústaðir keyptu af Bjari íbúðafélagi fyrir hönd velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

  Lesa alla fréttina

 • 7. maí

  Hjólin tóku að snúast í Atvinnu- og virknimiðlun og Virknihúsi

  Ráðið var í stöður sérfræðinga í Atvinnu- og virknimiðlun og Virknihús, sem tóku svo til starfa í byrjun júní. Í gegnum Atvinnu- og virknimiðlun er virkni- og vinnuaðmarkaðsgerðum komið í framkvæmd en í Virknihúsi er haldið utan um öll virkniúrræði velferðarsviðs.

  Lesa alla fréttina

 • Eldra fólk situr við borð og ræðir málin

  15. maí

  Eldra fólk fær kennslu í tölvuleikjum og snjalltækjanotkun

  Annað árið í röð var farið af stað með tæknilæsinámskeið fyrir fullorðið fólk í Reykjavík. Slík námskeið voru haldin sumarið 2020 og vöktu mikla ánægju. Árið 2021 voru þau fleiri og sérhæfðari, svo sem tölvuleikjanámskeið og námskeið í notkun fjölbreyttra snjalltækja. 

  Lesa alla fréttina

 • Hópmynd af verðlaunahöfum ásamt Degi B Eggertssyni borgarstjóra

  17. maí

  Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021

  Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021. Verðlaunin eru veitt einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi.

  Lesa alla fréttina

 • Skuggamynd af tveimur einstaklingum á hjóli

  19. maí

  Styrkja ungt fólk við að aðlagast á nýjum slóðum

  Þrjú verkefni voru sett af stað á þjónustumiðstöðvum velferðarsviðs sem öll miða að því að bæta líf, auka virkni og bæta þjónustu við ungt fólk af erlendum uppruna á aldrinum 16 til 19 ára. Verkefnin þrjú hlutu styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála.

  Lesa alla fréttina

 • 3. júní

  Áframhaldandi aðstoð við heimilislausa af erlendum uppruna

  Skrifað var undir áframahaldandi samstarfssamning við Barka-samtökin en verkefnið er samstarf félagsmálaráðuneytisins, Reykjavíkurborgar og Barka, pólskra samtaka sem veita stuðning og ráðgjöf við heimilislaust fólk af erlendum uppruna.

  Lesa alla fréttina

 • 15. júní

  Fyrsta velferðarstefnan samþykkt í borgarstjórn

  Þjónustusvæði Reykjavíkurborgar verða fjögur, rafræn þjónustumiðstöð verður sett á laggirnar og þjónusta við börn og fjölskyldur efld. Þetta er meðal þess sem fyrsta velferðarstefna Reykjavíkurborgar leiðir af sér. 

  Lesa alla fréttina

 • 22. júní

  Verkefni til að styðja við flóttafólk í uppeldi gefur góða raun

  Ísland er á meðal fjögurra Evrópuþjóða sem sameiginlega standa að verkefni sem miðar að því að styrkja foreldra í hópi flóttafólks. Á rúmu ári fengu fjörutíu foreldrar fræðslu í gegnum SPARE-verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 

  Lesa alla fréttina

 • 1. júlí

  Aukið fjármagn í sálfræðiþjónustu fyrir börn

  Borgarráð samþykkti 140 milljóna króna aukafjárheimild til tímabundinnar fjölgunar sérfræðinga, til að vinna úr áhrifum Covid-19 á börn og unglinga.

  Lesa alla fréttina

 • 27. september

  Könnun sýnir mikla ánægju með SELMU-verkefnið

  Könnun meðal hjúkrunarfræðinga í heimaþjónustu sýnir mikla ánægju með verkefnið SELMU, sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum og verkefnastjóra af velferðarsviði og læknum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

  Lesa alla fréttina

 • 15. október

  Nýjum reglum fylgir aukið samráð

  Borgarráð samþykkti nýjar reglur stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og jafnframt reglur um stuðningsþjónustu sem miða að eldri borgurum. Nýjum reglum fylgir meðal annars aukið samráð við notendur um þjónustuna.

  Lesa alla fréttina

 • 28. október

  Aukinn stuðningur við fólk með heilabilun

  Borgarráð samþykkti að hefja þróunarverkefni þar sem félagslegur stuðningur er veittur einstaklingum með heilabilun sem búa heima. Velferðarsvið fékk aukna fjárheimild upp á 36 milljónir króna á árinu 2022 til verkefnsins. 

  Lesa alla fréttina

 • 5. nóvember

  „Við viljum að fólk finni að það er velkomið til Íslands“

  Svokallaðir „sendiherrar“ gegna sífellt mikilvægara hlutverki við að miðla mikilvægum upplýsingum um íslenskt samfélag til landa sinna. Sendiherra fyrir samfélag Rúmena á Íslandi sagði frá hlutverki sínu á velferðarkaffi.

  Lesa alla fréttina

 • 18. nóvember

  Öflugri nærþjónusta við barnafjölskyldur í öllum hverfum

  Borgarráð samþykkti á fundi sínum að innleiða verkefnið Betri borg fyrir börn í öllum borgarhlutum. Því fylgja umtalsverðar skipulagsbreytingar á bæði velferðarsviði og skóla- og frístundasviði, börnum til hagsbóta.

  Lesa alla fréttina

 • 1. desember

  Ellefu nýir stjórnendur ráðnir til starfa

  Ellefu nýir stjórnendur voru ráðnir til starfa á velferðarsviði sem munu taka þátt í mótun velferðarþjónustu borgarinnar í samræmi við nýja velferðarstefnu, innleiðingu verkefnisins Betri borg fyrir börn og farsældarlög félagsmálaráðherra.

  Lesa alla fréttina

 • 8. desember

  Húsnæði og neyðarrýmum fyrir heimilislaust fólk fjölgað til muna

  Á fundi velferðarráðs var umfangsmikil skýrsla um stöðu heimilislausra í Reykjavík kynnt. Í henni kom meðal annars fram að frá því í október 2019 hafi neyðarrýmum eða íbúðum ætluðum heimilislausu fólki verið fjölgað um 49.

  Lesa alla fréttina

 • 22. desember

  Flóttafólk frá Afganistan sest að í Reykjavík

  Hópur flóttafólks frá Afganistan kom til Íslands skömmu fyrir jól og fékk flest þeirra heimili í Reykjavík. Í hópnum voru 22 einstaklingar og þar af 14 börn. Fjölskyldurnar fá umfangsmikinn stuðning og þjónustu frá starfsfólki velferðarsviðs Reykjavíkur.

  Lesa alla fréttina

 • 29. desember

  Neyðarstjórn velferðarsviðs virkjuð á ný

  Undir lok árs var nauðsynlegt að virkja neyðarstjórn velferðarsviðs enn á ný, vegna mikils fjölda starfsfólks í einangrun og sóttkví. Langflest þeirra vinnur við umönnun af ýmsu tagi, eins og í heimaþjónustu, á búsetukjörnum og í gistiskýlum.