Börn og fjölskyldur
Börn og foreldrar/forráðamenn þeirra geta fengið fjölbreytta ráðgjöf og stuðning til að vinna með ýmsar áskoranir. Þær geta til dæmis verið tengdar hegðun, félagslegri færni og samskiptum, einbeitingarvanda, námsframmistöðu, virkni, skólasókn, tilfinningavanda, þroska, sjón- og heyrnaskerðingum og hreyfihömlun.
