Húsnæði
Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk hefur ekki tök á að eignast eða leigja húsnæði á almennum markaði. Í árslok 2021 voru alls 3.015 almennar félagslegar leiguíbúðir, þjónustuíbúðir aldraðra, húsnæði fyrir fatlað fólk og húsnæði fyrir heimilislaust fólk á vegum velferðarsviðs.
