Viðhorf og líðan

Árlega er viðhorfskönnun lögð fyrir allt starfsfólk Reykjavíkurborgar sem gefur hugmynd um viðhorf og afstöðu þess til starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta. Eru niðurstöður hennar rýndar og nýttar markvisst til þess að móta betra starfsumhverfi.

Í könnun ársins 2021 má lesa að meirihluta starfsfólks velferðarsviðs líður vel í vinnunni og er stoltur af sínum starfsstað.

Vegna Covid fór heildareinkunnin lítillega niður á við á velferðarsviði líkt og á flestum öðrum sviðum borgarinnar.

Hópur af konum gera æfingar í hring í sandinum í Nauthólsvík